Samdi ekki lagið „Blurred Lines“

Lagið Blurred Lines vakti athygli fyrir margs konar sakir þegar …
Lagið Blurred Lines vakti athygli fyrir margs konar sakir þegar það kom út á síðasta ári. Mynd/AFP

Nú standa yfir réttarhöld í Los Angeles þar sem söngvararnir Robin Thicke og Pharrell Williams eru sakaðir um að hafa gert lag Marvins Gayes, Got to give it up, að sínu eigin, í laginu Blurred Lines sem toppaði vinsældarlista um allan heim á síðasta ári.

Í framburði sínum fyrir dómara, viðurkenndi Robin Thicke að hann hafi ekki tekið þátt í að semja Blurred Lines, þrátt fyrir að vera titlaður meðhöfundur lagsins ásamt Pharrell. Hann segist á þessum tíma hafa verið í mikilli áfengis- og vikódínneyslu og að Pharrell hafi samið lagið upp á eigin spýtur. 

Fjölskylda Marvins Gayes heldur því fram að þeir félagar hafi stolið lagi Gayes og fóru fram á að lögin tvö yrðu spiluð á sama tíma og dómarinn leyfði það. Lögmaður Thickes var lítið hrifinn af tóndæminu sem spilað var. „Stöðvið þetta, þetta hljómar eins og verið sé að draga nagla eftir krítartöflu. (...) Mozart snýr sér í gröfinni við að heyra þetta lag,“ sagði lögfræðingurinn. 

Réttarhöldin voru áhugaverð fyrir margar sakir. Thicke þurfti að útskýra fyrir dómara hvers vegna hann hafi haldið því fram margsinnis í fjölmiðlum að tónlist Gayes hafi veitt honum innblástur. Í viðtali við GQ sagði Thicke: „Við hlustuðum á lagið Got to give it up eftir Marvin Gaye og við hugsuðum strax að við þyrftum að gera eitthvað lag með svipuðum takti. Síðan fórum við að semja og hálftíma síðar var lagið tilbúið.“

Hér má sjá frétt Hollywood Reporter um málið

Thicke útskýrði fyrir dómi í dag að þetta hafi verið lygi hjá honum. 

Hér má heyra lögin tvö:

Pharrell Williams er nú sagður hafa samið lagið upp á …
Pharrell Williams er nú sagður hafa samið lagið upp á eigin spýtur, án aðstoðar Robins Thickes. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan