Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú borið saman tölur um umsækjendur í kennaranámi í landinu og þeim sem hafa sótt um að taka þátt í raunveruleikaþáttunum Paradise Hotel. Þættirnir snúast um að ungt fólk skemmtir sér saman í húsi í Mexíkó og í hverri viku er einn keppandi sendur heim.
Alls sóttu 10.198 þúsund um kennaranám en 11 þúsund ungmenni vildu taka þátt í nýjustu þáttaröðinni af Paradise Hotel. Þykja tölurnar töluverður áfellisdómur yfir sænskum unglingum sem greinilega frekar vilja skemmta sér á sjónvarpsskjáum landsmanna. Þættirnir eru vinsælir á meðal ungu kynslóðarinnar í Svíþjóð og hafa áhorfendur í gegnum árin fengið sinn skammt af nekt, áfengisneyslu og kynlífi.
Sjá frétt Nyheter 24