Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður með meiru, hefur lýst yfir stuðningi við sjálfstætt Skotland, en skoskir kjósendur ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt ríki eða vera áfram hluti af breska konungdæminu.
Skilaboð þess efnis birtust á Twitter-síðu Bjarkar í gær og eru þau ekki flókin: „scotland! declare independence!“ Með fylgir tengill á myndband hennar á YouTube með lagi hennar „Declare independence“.
s c o t l a n d ! declare independence! http://t.co/uab2dmO8Pt
— björk (@bjork) September 17, 2014