„Lesbían“ fordæmir homma

Tatu á tónleikum 2008.
Tatu á tónleikum 2008. Mynd:Wikipedia

Rússneski dúettinn t.A.T.u, sem samanstóð af þeim Yulia Volkova og Lena Katina, vakti heimsathygli á sínum tíma fyrir beinskeytta texta sína um samkynhneigð.

Þær Volkova og Katina áttu það til að kyssast á sviði og voru talsmenn samkynhneigðar í Rússlandi og hélt heimsbyggðin að þær væru par.

Hins vegar viðurkenndu þær árið 2003 að þær væru hvorugar lesbíur en styddu þó samfélag hinsegin fólks með heilum hug.

Nú hefur Volkova þó skipt um skoðun og sagt að hún myndi ekki viðurkenna það ef sonur hennar væri samkynhneigður. 

„Já ég myndi fordæma hann, þar sem ég trúi því að alvöru maður verði að vera alvöru maður,“ sagði hún. „Guð skapaði manninn til þess að fjölga sér, það er náttúrulegt eðli þeirra.“

Hún bætti því þó fljótlega við að skoðanir hennar væru ekki á skjön við boðskap t.A.T.u, en að hennar mati er auðveldara að viðurkenna lesbíur heldur en homma þar sem konur eru „fallegri“.

„Tvær konur saman er ekki sami hlutur og tveir menn saman,“ bætti hún við. „Það er mun fallegra að sjá tvær konur saman heldur en tvo menn að haldast í hendur eða kyssast.“

Volkova leggur þó áherslu á að hún sé ekki fordómafull gagnvart samkynhneigðum. Hún segir til að mynda að það séu mun verra að vera „morðingi eða eiturlyfjafíkill,“ heldur en að vera samkynhneigður.

„Ég er ekki á móti samkynhneigðum, ég bara vil að sonur minn verði alvöru maður, ekki hommi,“ sagði hún í rússneskum sjónvarpsþætti. „Ég trúi því að það að vera samkynhneigður sé betra en að vera morðingi, þjófur eða eiturlyfjafíkill. Ef maður þyrfti að velja er aðeins skárra að vera samkynhneigður en allt það.“

Líklegt þykir að tónlist og myndbönd t.A.T.u hefðu ekki verið lögleg í Rússlandi í dag en nú gilda þar lög gegn samkynhneigð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir