18 lönd á einum sólarhring

Félagarnir þrír, þeir Gunnar Garfors, Tay-young Pak og Øystein Djupvik.
Félagarnir þrír, þeir Gunnar Garfors, Tay-young Pak og Øystein Djupvik. Mynd/Garfors.com

Þrír vinir frá Noregi slógu í kvöld heimsmet í að heimsækja flest lönd á einum sólarhring. Gamla metið var 17 lönd, en þegar þeir félagar óku yfir landamærin til Sviss í kvöld höfðu þeir heimsótt 18. 

Er þetta önnur tilraun þeirra til þess að slá metið en í sumar tókst þeim aðeins að jafna gamla metið. Eftir að hafa skipulagt sig enn betur tókst þeim að slá metið nú í dag. Með í för var meðal annars pissuflaska, ef þörf myndi krefjast, enda máttu þeir engan tíma missa. 

Félagarnir þrír, þeir Gunnar Garfors, Tay-young Pak og Øystein Djupvik eru afar ferðavanir og er Garfors til að mynda eini Norðmaðurinn sem hefur náð þeim merka áfanga að heimsækja öll lönd heims. 

Löndin 18 sem félagarnir heimsóttu eru: Grikkland, Búlgaría, Makedónía, Kosovó, Króatía, Bosnía Hersegovinía, Austurríki, Ungverjaland, Tékkland, Þýskaland, Holland, Belgía, Lúxemborg, Frakkland og Sviss. 

Þegar þessi frétt var skrifuð var ferðalagi þeirra ekki enn lokið, en þeir hafa tímann til klukkan 22 í kvöld að íslenskum tíma til að bæta við löndum á listann. 

Sjá umfjöllun Verdens gang um för vinahópsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan