Tók inn kókaín í konungshöllinni

Stephen Fry.
Stephen Fry. AFP

Leikarinn Stephen Fry skrifaði nýverið ævisögu en þar fjallar hann meðal annars um þau 15 ár sem hann glímdi við eiturlyfjafíkn. Hann viðurkennir í bókinni að hafa tekið inn kókaín þegar hann heimsótti Buckingham Palace.

Fry viðurkennir að hafa neytt eiturlyfja á ótal mismunandi stöðum en hann sér sérstaklega eftir að hafa tekið inn kókaín í konungshöllinni.

Fry nýtti þá tækifærið og baðst afsökunar á að hafa misnotað „ótal heimili, skrifstofur, mælaborð, borð, arinhillur og fleira“ undir kókaínneyslu sína.

„Ég tók ekki kókaín vegna þess að ég var þunglyndur eða óhamingjusamur. Ég tók kókaín af því ég naut þess í botn,“ skrifaði Fry sem kveðst þó sjá eftir tímanum og peningnum sem fór í neysluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar