Lengi vel leit út fyrir að frægt atriði úr bókunum A Song of Ice and Fire þar sem Cersei gengur nakin um yrði ekki í Game of Thrones þáttunum.
Þættirnir eru teknir upp í Króatíu og átti þetta tiltekna atriði að vera tekið upp fyrir framan kirkju heilags Nikulásar í Šibenik. Biskupinn Anthony IV lagðist hinsvegar á móti því að nokkurs konar nekt yrði leyfð nálægt kirkjunni. Á endanum var ákveðið að byggja eftirlíkingu af ytra byrði kirkjunnar í borginni Dubrovnik og hófust tökur á atriðinu á fimmtudag samkvæmt Watchers on the Wall.
Vulture greinir frá því að fyrr á árinu hafi leikkonan Lena Headey sagst hafa hafnað fyrri nektaratriðum Cersei til þess að þetta tiltekna atriði yrði meira stuðandi en ella.