Richard Gere hættur með kærustunni

Richard Gere á ekki í vandræðum með að næla sér …
Richard Gere á ekki í vandræðum með að næla sér í konur. AFP

Richard Gere er greinilega upptekinn maður því hann hætti nýverið með kærustu sinni til sex mánaða, Pödmu Lakshmi, vegna þess hve upptekinn hann er.

„Þá ákváðu að það hentaði þeim betur að vera vinir,“ sagði heimildamaður New York Post.

Hin 65 ára Gere skildi við eiginkonu sína í september á seinasta ári, þau höfðu verið gift í 11 ár. Hann var þó ekki lengi að finna ástina á nýjan leik með Lakshmi en hann virðist þó vera of upptekinn til einbeita sér að henni.

Gere og Lakshmi byrjuðu saman í apríl en staðfestu aldrei opinberlega að þau ættu í ástarsambandi, það fór þó ekki á milli mála því þau vörðu miklum tíma saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar