Sakar upptökustjórann um misnotkun

Kesha segir að útsendingarstjórinn hafi misnotað hana andlega og líkamlega …
Kesha segir að útsendingarstjórinn hafi misnotað hana andlega og líkamlega í nokkur ár. AFP

Bandaríska söngkonan Kesha hefur höfðað mál á hendur upptökustjóra sínum, Dr. Luke. Hún segir hann hafa misnotað hana andlega og kynferðislega í nokkur ár ásamt því að hóta að skaða feril hennar.

Kesha, sem er þekkt fyrir lög á borð við TiK ToK og We R who we R, segir að Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Lukasz Gottwald, hafi neytt hana til að innbyrða eiturlyf og áfengi svo hann gæti misnotað hana kynferðislega á meðan hún var undir áhrifum.

Hún segir að Gottwald hafi einnig húðskammað hana vegna þess að hún væri í yfirþyng og það hafi gert það að verkum að hún veiktist af lotugræðgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar