Leikarinn Brad Pitt missti af brúðkaupi vinar síns, Goerge Clooneys, þar sem hann var fastur í upptökum á kvikmyndinni By The Sea. Hann viðurkennir að hann eigi enn eftir að gefa Clooney-hjónunum gjöf.
„Við vorum stödd á Möltu í upptökum,“ sagði Pitt aðspurður hvers vegna hann hefði ekki mætt í brúðkaup vinar síns. „Ég skulda honum eitthvað,“ sagði Pitt sem mun eflaust splæsa í eitthvað fallegt handa vini sínum og eiginkonu hans.
Eiginkona Pitts, Angelina Jolie, leikur einnig í kvikmyndinni By The Sea en hún leikstýrir myndinni sömuleiðis.