Seldist fyrir 162 milljónir króna

Bensíntankur vélhjólsins fræga var áritaður af Peter Fonda, aðalstjörnu kvikmyndarinnar …
Bensíntankur vélhjólsins fræga var áritaður af Peter Fonda, aðalstjörnu kvikmyndarinnar frægu. AFP

Annað af tveimur mótorhjólum sem Peter Fonda sat í kvikmyndinni Easy Rider seldist í gær á uppboði fyrir um 1,35 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 162 milljónum íslenskra króna.

Upphaflega voru búin til tvö hjól fyrir upptökur á myndinni, þannig að ekki yrðu tafir ef annað þeirra bilaði. Hjólið sem seldist í gær kemur fyrir í lokaatriði myndarinnar, þar sem Peter Fonda lendir í árekstri.

Joseph M. Maddalena, eigandi uppboðshússins, sagði hjólið eitt af eftirminnilegri ímyndum úr bandarískri kvikmyndagerð. „Hjólið er ímynd sjöunda áratugarins, bæði þess góða og þess slæma sem gerðist á þeim tíma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka