Bandaríski raftónlistarmaðurinn Skrillex er á meðal þeirra sem koma fram á Sónar raftónlistarhátíðinni sem haldin verður í Hörpu 12-14 febrúar. Aðrir sem koma fram eru: Paul Kalkbrenner, Todd Terje, Nina Kraviz og japanska kventríóið Nisennenmondai.
Skrillex hefur unnið til sex Grammy verðlauna og er einn vinælasti raftónlistarmaður sinnar kynslóðar og koma hans ætti því að vera dansþyrstum mikið tilhlökkunarefni. Þá kemur Kalkbrenner til landsins en frægt varð þegar tónleikum hans var aflýst á síðustu hátíð.
Hér má sjá tilkynningu frá Sónar um hátíðina.