„Mennska Barbie“ varð fyrir líkamsárás

Valeria Lukyanova þurfti að dvelja á spítala eftir að ráðist …
Valeria Lukyanova þurfti að dvelja á spítala eftir að ráðist var á hana fyrir utan heimili hennar.

Úkraínska fyrirsætan Valeria Lukyanova, betur þekkt sem „mennska Barbie“, er illa útleikin eftir líkamsárás sem hún varð fyrir fyrr í vikunni.

Lukyanova birti nokkrar myndir af sér á heimasíðu sinni þegar hún lá á spítalanum eftir að nokkrir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar í Odessa. Lukyanova segir mennina hafa setið fyrir sér og ráðist svo á sig.

„Þeir börðu mig í höfuðið og nokkrum sinnum í kjálkann. Svo tók einn þeirra mig hálstaki,“ sagði Lukyanova samkvæmt Daily Mail. „Ef nágranni minn hefði ekki komið mér til hjálpar veit ég ekki hvað hefði gerst.“

Lukyanova var útskrifuð af spítalanum í gær.

Lukyanova hefur hlotið töluverða athygli fyrir útlit sitt en hún hefur gengist undir ótal fegrunaraðgerðir og minnir einna helst á Barbie-dúkku. Lukyanova er afar umdeild, meðal annars vegna þess að markmið hennar er að þrífast einungis á sólarljósi og súrefni í framtíðinni.

Áhugasamir geta fylgst með Valeriu Lukyanovu á facebooksíðu hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar