Trommuleikari AC/DC reyndi að ráða leigumorðingja

Trommuleikari rokksveitarinnar AC/DC, Phil Rudd, var í dag kærður fyrir að hafa reynt að ráða leigumorðingja til starfa til þess að taka tvo menn af lífi.

Lögregla handtók Rudd í nótt og gerði húsleit á heimili hans á Norðureyju Nýja-Sjálands. Eins er hann kærður fyrir vörslu metamfetamínsog kannabis en slík eiturlyf fundust á heimili hans. 

Samkvæmt upplýsingum frá héraðsdómi í Tauranga var Rudd látinn laus gegn tryggingu en gert að koma aftur fyrir dómara þann 27. nóvember nk.

Samkvæmt fréttum leit Rudd illa út, var þreytulegur er hann kom skólaus og illa til fara í réttarsalinn í morgun. Lögmaður hans reyndi að fá lagt bann við því að fjölmiðlar fengju að taka myndir af skjólstæðingi sínum án árangurs. 

Samkvæmt dómsskjölum er hann sakaður um að hafa reynt að ráða leigumorðingja til þess að myrða tvo menn í lok september. Hann er jafnframt sakaður um morðhótanir.

Rudd neitaði að tjá sig um sakargiftirnar þegar hann yfirgaf réttarsalinn. Samkvæmt hegningarlögum í Nýja-Sjálandi á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi fyrir að hafa reynd að láta myrða mennina og eins er hægt að bæta sjö árum við refsinguna fyrir morðhótanir.

Aðdáendur AC/DC hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum í nótt og velta fyrir sér framtíð hljómsveitarinnar. Í september hætti Malcolm Young í hljómsveitinni en hann var lagður inn á stofnun í Sydney í sama mánuði. Hann þjáist af elliglöpum. Young, sem er gítarleikari, stofnaði AC/DC árið 1973 með bróður sínum, Angus Young. Rudd gekk til liðs við sveitina árið 1975 en hætti í henni árið 1983 eftir að hafa lent í illdeilum við Malcolm Young. Hann flutti til Nýja-Sjálands á sama tíma. En árið 1994 gekk hann liðs við sveitina á ný.

Phil Rudd trommuleikari AC/DC
Phil Rudd trommuleikari AC/DC Af vef Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup