Þróa þáttaröð um Sturlunga

Friðrik Þór Friðriksson er einn framleiðanda í nýjasta verkefni Truenorth …
Friðrik Þór Friðriksson er einn framleiðanda í nýjasta verkefni Truenorth um Sturlunga. mbl.is/Eggert

Kvik­mynda­fyr­ir­tækið Tru­en­orth vinn­ur nú að þróun kvik­mynda eða þátt­araðar um Sturlunga. Vefsíðan Screen Daily grein­ir frá þessu í dag en full­trú­ar frá fyr­ir­tæk­inu eru nú stadd­ir á American Film Mar­ket þar sem hug­mynd­in var kynnt. 

Er talað um að kvik­mynd­in verði í God­fat­her-stíl en fjallað um ævi manna af Sturlunga­ætt. „Sturlunga­hug­mynd­in hef­ur vakið mikla at­hygli og er nú inni á borði hjá stór­um kvik­mynda­fram­leiðanda. Stór fram­leiðandi í Banda­ríkj­un­um gæti tekið þátt í verk­efn­inu,“ seg­ir Leif­ur B. Dag­finns­son, einn stofn­enda Tru­en­orth, í sam­tali við Screen Daily. 

Þá er einnig nefnd sú hug­mynd að aðrir skandi­nav­ísk­ir fram­leiðend­ur geti tekið þátt í verk­efn­inu. Tök­ur gætu haf­ist árið 2016. 

Friðrik Þór Friðriks­son er einn þátt­tak­enda í verk­efn­inu eft­ir því sem greint er á vefsíðunni. 

Á AFM-hátíðinni var fyrsta leikna kvik­mynd Ara Al­ex­and­ers kynnt til sög­unn­ar, en hann vinn­ur að gerð kvik­mynd­ar um lík­fund­ar­málið, sem skók ís­lenskt sam­fé­lag fyr­ir um 10 árum. Hef­ur mynd­in fengið titil­inn Vai­das, í höfuðið á lit­háska mann­in­um sem fannst lát­inn. Munu tök­ur á þeirri mynd hefjast í fe­brú­ar árið 2016.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með svo mörg járn í eldinum að þér gefst enginn tími til þess að staldra við og meta stöðuna. Hugsaðu þig vandlega um áður en þú lætur ljós þitt skína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með svo mörg járn í eldinum að þér gefst enginn tími til þess að staldra við og meta stöðuna. Hugsaðu þig vandlega um áður en þú lætur ljós þitt skína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant