Þróa þáttaröð um Sturlunga

Friðrik Þór Friðriksson er einn framleiðanda í nýjasta verkefni Truenorth …
Friðrik Þór Friðriksson er einn framleiðanda í nýjasta verkefni Truenorth um Sturlunga. mbl.is/Eggert

Kvikmyndafyrirtækið Truenorth vinnur nú að þróun kvikmynda eða þáttaraðar um Sturlunga. Vefsíðan Screen Daily greinir frá þessu í dag en fulltrúar frá fyrirtækinu eru nú staddir á American Film Market þar sem hugmyndin var kynnt. 

Er talað um að kvikmyndin verði í Godfather-stíl en fjallað um ævi manna af Sturlungaætt. „Sturlungahugmyndin hefur vakið mikla athygli og er nú inni á borði hjá stórum kvikmyndaframleiðanda. Stór framleiðandi í Bandaríkjunum gæti tekið þátt í verkefninu,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, einn stofnenda Truenorth, í samtali við Screen Daily. 

Þá er einnig nefnd sú hugmynd að aðrir skandinavískir framleiðendur geti tekið þátt í verkefninu. Tökur gætu hafist árið 2016. 

Friðrik Þór Friðriksson er einn þátttakenda í verkefninu eftir því sem greint er á vefsíðunni. 

Á AFM-hátíðinni var fyrsta leikna kvikmynd Ara Alexanders kynnt til sögunnar, en hann vinnur að gerð kvikmyndar um líkfundarmálið, sem skók íslenskt samfélag fyrir um 10 árum. Hefur myndin fengið titilinn Vaidas, í höfuðið á litháska manninum sem fannst látinn. Munu tökur á þeirri mynd hefjast í febrúar árið 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup