TV on the Radio mætir á Sónar

Frá Sónar Reykjavík í febrúar á þessu ári.
Frá Sónar Reykjavík í febrúar á þessu ári. mbl.is/Eggert

Hljómsveitin TV on the Radio er meðal þeirra fjölmörgu sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. 

Í dag var tilkynnt um 14 hljómsveitir og listamenn sem bætast við dagskrá hátíðarinnar. TV on the Radiolék á Iceland Airwaves hátíðinni snemma á ferli sínum árið 2003 og hefur síðan náð bæði vinsældum og aðdáun tónlistarspekúlanta fyrir lög sínar og breiðskífur þar sem David Bowie, David Byrne, Trent Reznor og fleiri hafa lagt sveitinni lið, segir í fréttatilkynningu.

Listamennirnir og hljómsveitirnar sem nú bætast við dagskrá Sónar Reykjavík eru; TV on the Radio (US), Kindness (UK), Elliphant (SE), Daniel Miller (UK), Sophie (UK), Randomer (UK), Sin Fang, Ghostigital, Fufanu, Gervisykur, Sean Danke, Exos, DJ Yamaho og DJ Margeir. 

Þegar hafa verið kynntir til leiks; Skrillex (US), Paul Kalkbrenner (DE), Todd Terja (NO), Nina Kraviz (RU), Nisennenmondai (JP), Yung Lean & Sad Boys (SE), Alizzz (SP), Mugison, Samaris, Prins Póló, Young Karin og Uni Stefson. 

Sónar Reykjavík 2015 fer fram dagana 12, 13 og 14. febrúar á fimm sviðum í Hörpu. Bílakjallara hússins verður breytt í næturklúbb líkt og í fyrra þar sem innlendir og erlendir plöstunúðar sjá þar um dagskrána. Alls munu um 50 listamenn, hljómsveitir og plötusnúðar koma fram á hátíðinni.

Skrillex á Sónar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup