Heimskur, heimskari á toppinn

Harry og Lloyd snúa aftur!
Harry og Lloyd snúa aftur! AFP

Þrátt fyrir að hafa fengið volgar undirtektir hjá gagnrýnendum flaug gamanmyndin Dumb and Dumber To beint á topp aðsóknarlistans vestanhafs þegar hún var frumsýnd nú um helgina. Myndin, sem fjallar um kjánana Harry og Lloyd sem leiknir eru af meistara Jim Carrey og Jeff Daniels, halaði inn 38 milljónum dollara.

Önnur aðsóknarmesta mynd helgarinnar var Disney-afurðin Big Hero 6, sem fjallar um 14 ára undrabarn og uppblásanlegan róbóta að nafi Baymax. Aðsókn á myndina, sem var frumsýnd síðustu helgi, nam 36 milljónum dollara.

Geimmyndin Interstellar, með þeim Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum, halaði aðeins inn 29,2 milljónir dollara en þetta var önnur sýningarhelgi myndarinnar vestanahfs.

Í fjórða sæti var dramarómansinn Beyond the Lights og í því fimmta Gone Girl, með Ben Affleck í aðalhlutverki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson