Græddi 3 milljónir á sælgætissölu

Tommie Rose er aðeins 15 ára gamall, en er orðinn …
Tommie Rose er aðeins 15 ára gamall, en er orðinn vel efnaður á sælgætissölu. mbl.is/Sigurgeir

Tommie Rose er 15 ára gamall breskur strákur sem hefur grætt hátt í þrjár milljónir króna með því að kaupa sælgæti í miklu magni og selja skólafélögum sínum dýrum dómi.

Rose hefur nú verið hótað því að verða rekinn úr skólanum, haldi hann athæfinu áfram.

Hugmyndin kviknaði þegar Rose horfði á sjónvarpsþáttinn „The Apprentice“ þar sem þátttakendur keppa í markaðs- og fjáröflunarkeppnum. Fyrir þremur árum síðan seldi hann fyrsta sælgætisstykkið með gróðasjónarmið í öndvegi.

Ungi frumkvöðullinn vonast nú til þess að geta safnað nægilega miklum peningum til að geta farið í viðskiptafræðinám í góðum háskóla.

Síðan Rose byrjaði að selja sælgæti hefur hann ráðið tvo jafnaldra sína í vinnu, og borgar hann þeim um þúsund krónur á dag. Þrátt fyrir að salan hafi gengið vel eru stjórnendur skólans ekki ánægðir með starfsemi Rose. 

James Inman, yfirkennari í Buile Hill skólanum þar sem Rose stundar nám, segir skólann fylgja afar strangri hollustustefnu þegar kemur að mat. Þessu lofi þeir foreldrum nemenda sem innrita sig í skólann, og segir hann nammisöluna því í engu samræmi við stefnu skólans.

„Við dáumst að frumkvöðlastarfsemi hjá nemendum okkar en skólinn er ekki gerður til að vera svartur markaður fyrir gosdrykki, sælgæti og súkkulaði,“ segir Inman.

Foreldrar Rose eru þó stoltir, og sjá ekkert rangt við það sem sonur þeirra er að gera. „Tommie er dæmigerður unglingsstrákur sem sá eitthvað sem hann vildi og vann hörðum höndum fyrir það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir