Varð leiður á kókaínneyslunni

Noel Gallagher og eiginkona hans, Sarah McDonald.
Noel Gallagher og eiginkona hans, Sarah McDonald. AFP

Tón­list­armaður­inn Noel Gallag­her var afar dug­leg­ur að stunda næt­ur­lífið á sín­um yngri árum. Hann fór alla leið og drakk, reykti og neytti eit­ur­lyfja. Hann kveðst þó hafa hætt að nota kókaín vegna þess að hon­um leidd­ist að ræða um til­vist geim­vera.

Gallag­her var orðinn leiður á að eiga „furðuleg“ sam­töl við fólk og þess vegna ákvað hann einn góðan veður­dag að hætta allri eit­ur­lyfja­neyslu. Gallag­her seg­ist hafa eytt heilu klukku­stund­un­um í að ræða um píra­mída, geim­ver­ur, Bítl­ana og morðingja John F. Kenn­e­dy þegar hann var und­ir áhrif­um kókaíns.

„Ég varð upp­gef­inn á þess­um sam­töl­um. Ég hélt partí heima hjá mér hvert ein­asta kvöld, ég hélt að það væri það sem maður ætti að gera,“ sagði Gallag­her sem hætti að nota kókaín árið 1998.

„Það var auðvelt að hætta. Ég er agaður og hugsaði bara einn góðan veður­dag: „Mér leiðist og þetta er ólög­legt,“ sagði Gallag­her í spjallþætt­in­um The Jon­ath­an Ross Show.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell