Var í annarlegu ástandi þegar hún svaf hjá Hefner

Hugh Hefner með þrem fyrrverandi kærustum sínum. Kendra Wilkinson er …
Hugh Hefner með þrem fyrrverandi kærustum sínum. Kendra Wilkinson er lengst til hægri. Kevin Winter

Raun­veru­leika­stjarn­an Kendra Wilk­in­son var aðeins 18 ára þegar hún byrjaði með Hugh Hefner og flutti inn í Play­boy-höll­ina. Hefner var 78 ára á þeim tíma. Eins og gef­ur að skilja laðaðist Wilk­in­son ekki að Hefner á þess­um tíma en núna hef­ur hún viður­kennt að hún hafi ávallt verið drukk­in eða und­ir áhrif­um eit­ur­lyfja þegar hún stundaði kyn­líf með hon­um.

Wilk­in­son er nú að skrifa ævim­inn­ing­ar sín­ar og sam­kvæmt heim­ild­um Daily Mirr­or fer hún vand­lega yfir tím­ann sem hún eyddi í Play­boy-höll­inni.

„Ég var yf­ir­leitt mjög drukk­in þessi kvöld, mér var sama um allt þar til næsta dag. Ég þurfti að vera mjög drukk­in eða vera búin að reykja mikið gras til að þrauka þess­ar næt­ur,“ skrif­ar Wilk­in­son sem er 29 ára í dag.

„Þetta var eins og vinna“

„Eft­ir um mín­útu fór ég og þetta var búið. Þetta var eins og vinna. Stimpla inn, stimpla út. Það er ekki eins og ég hafi notið þess að sofa hjá hon­um.“

Wilk­in­son hef­ur þá viður­kennt að hún samþykkti að verða kær­asta Hefner og flytja í Play­boy-höll­ina vegna þess að hún var að flýja þann stað sem hún var á. Hún gerði sér ekki grein fyr­ir því hvað fólst í því að vera kær­asta Hefners að eig­in sögn.

„Ég bjó í pínu­lít­illi íbúð og ég óskaði mér að kom­ast þaðan,“ skrif­ar Wilk­in­son. „Hann bauð mér að vera hluti af Play­boy-höll­inni og ég þáði það, að sjálf­sögðu. Ég fór þangað strax en ég vissi ekki að kyn­líf væri innifalið.“

Kendra Wilkinson var aðeins 18 ára þegar hún byrjaði með …
Kendra Wilk­in­son var aðeins 18 ára þegar hún byrjaði með Hugh Hefner sem þá var 78 ára. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant