Gerir app fyrir Beauty tips

Rebekka hefur aðeins verið að vinna í appinu í eina …
Rebekka hefur aðeins verið að vinna í appinu í eina og hálfa klukkustund en það er nú þegar farið að taka á sig mynd.

Tilvist stelpuhópsins Beauty tips á Facebook gæti hafa farið framhjá mörgum. Skilyrði fyrir inngöngu er að vera kona og þar sem hópurinn er „ósýnilegur“ þurfa áhugasamir að fá boð frá öðrum meðlimi hópsins til að geta tekið þátt í honum. Hópurinn hefur þó þegar vakið mikla athygli, enda eru meðlimir hans rúmlega 14 þúsund talsins, og hafa þeir safnað um 800 þúsund krónum fyrir Mæðrastyrksnefnd.

Tugir innleggja og fyrirspurna berast í hópinn á hverjum klukkutíma  og hópurinn hefur verið í stöðugri þróun og mótun frá því að hann varð til í haust. Sú þróun virðist hvergi nærri hætt því nú hefur einn meðlimanna, Rebekka Rósinberg, tekið það í sínar hendur að búa til app tengt hópnum.

„Mig langaði að gera jóladagatal fyrir ástvin og var búin að vera að fikta mig eitthvað áfram í þessu. Síðan var póstað inn á grúppuna hvort við gætum fengið einhvern til að búa til app fyrir okkur ss. einhvern af strákunum í Sjomla tips,“ segir Rebekka og meinar þar sambærilegan strákahóp sem einnig er að finna á Facebook, en milli hópanna ríkir gamansamur rígur.

„Ein stúlkan skrifaði „GIRLPOWER“ og hélt því fram að við stelpurnar hlytum að geta gert þetta án þeirra þannig ég fór bara beint í málið,“ segir Rebekka.

Rebekka er 19 ára Gaflari og einstæð tveggja barna móðir. Hún er á líffræðilínu við Menntaskólann í Kópavogi og þar að auki í Gettu-Betur liðinu  svo hún hefur í næg horn að líta.

„Ég er bara að dunda mér við þetta ein uppí rúmi. Eins og er þá er þetta meira áhugamál heldur en eitthvað verkefni,“ svarar Rebekka þegar blaðamaður spyr hvort hún standi ein að appinu.

Hvað uppbyggingu appsins varðar segir hún að það muni skiptast í dálka þar sem hægt verður að velja umræðu og leita ráða eftir efni hverju sinni. Hún gerir ráð fyrir að appið verði opið notendum að kostnaðarlausu og vonast til að það muni gagnast einhverjum, hvort sem það verða  stúlkur úr Beauty tips eða njósnarar úr Sjomla tips sem noti það.

Rebekka fékk inngöngu í Beauty tips fyrir um mánuði síðan en það stendur ekki á svari þegar hún er innt eftir því hvaða óútskýranlega aðdráttarafl hópurinn hefur.

„Mér finnst bara allar stelpurnar vera svo jafnar, enginn dæmir þig, og næstum engin spurning er heimskuleg spurning.“

Þegar hún er spurð hvort það þurfi að bæta einhverju við viðtalið svarar hún „Kókosolíu“ en mbl.is lætur lesendum eftir að túlka þann innanbúðarbrandara Beauty tips meðlima.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg