Samband þeirra Johnny Depp og Amber Heard er sagt hanga á bláþræði um þessar mundir en þau trúlofuðu sig í janúar á þessu ári, tæpum tveimur árum eftir að þau kynntust.
Heard er sögð ósátt í sambandinu, sérstaklega í ljósi þess að unnusti hennar hefur hagað sér skringilega undanfarið en hann virtist t.d. vera drukkinn þegar hann kom fram á Hollywood Film Awards (HFA) hátíðinni í nóvember.
„Þau ætla ekkert að flýta sér að gifta sig, sambandið gengur á afturfótunum,“ sagði heimildamaður People magazine. „Heard er ekki tilbúin í skuldbindingu.“
Heard er þá sögð sérstaklega óánægð með framkomu Depp á HFA hátíðinni. „Hún trúði þessu ekki, að hann hefði gert sig að fífli. Hún er ekki sátt.“