Klæðaburður Hollandes vekur kátínu

Francois Hollande ásamt forseta Kasakstans, Nursultan Nazarbayev.
Francois Hollande ásamt forseta Kasakstans, Nursultan Nazarbayev. Mynd/Kazakh Government Press Office/Instagram

Það vakti mikla kátínu þegar mynd birtist á Instagram af Francois Hollande Frakklandsforseta, þar sem hann er staddur í opinberri heimsókn í Kasakstan. Í heimsókn sinni fékk hann að prófa hefðbundinn Kasakskan-vetrarklæðnað og eru skiptar skoðanir á því hvernig Hollande tekur sig út í honum. 

Myndin birtist á opinberri instagramsíðu kasakskra yfirvalda. Henni var eytt stuttu síðar en ekki fyrr en fjöldi fólks var búinn að vista hana. Franskir fjölmiðlar greina frá því að starfsmenn franska forsætisráðuneytisins hafi verið afar óánægðir með birtingu myndarinnar. 

Margir stuðningsmenn Hollandes hafa komið honum til varnar með myndum af öðrum þekktum þjóðhöðingjum sem hafa þurft að láta taka myndir af sér í afar sérstökum klæðnaði í opinberum heimsóknum víðs vegar um heiminn. 

Sjá frétt The Local

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar