Guð þyngdi Kim á meðgöngunni

Kim Kardashian var ekki alltaf ánægð með íturvaxinn líkama sinn.
Kim Kardashian var ekki alltaf ánægð með íturvaxinn líkama sinn. AFP

Það var Guð sem gerði það að verkum að Kim Kardashian þyngdist umtalsvert þegar hún gekk með fyrsta barn sitt og tónlistarmannsins Kanye West, ef marka má viðtal við söngkonuna í tímaritinu Elle.

„Ég held að Guð hafi gert þetta af ákveðinni ástæðu,“ sagði Kardashian í samtali við bresku útgáfu tímaritsins. „Hann var að segja: Kim, þú heldur að þú sért svo heit, en sjáðu hvað ég get gert þér.“

„Líkaminn minn varð vitlaus,“ heldur hún áfram. „Eftir fimm mánuði sór ég að ég myndi aldrei aftur verða ólétt. Ég varð svo stór og leið eins og einhver hefði tekið yfir líkama minn,“ segir Kim.

Þá viðurkennir hin 34 ára kynbomba að hún hafi ekki alltaf verið sátt við útlitið. „Það hefur tekið mig langan tíma að verða ánægð með líkama minn, og fyrir sjálfstraust mitt að verða eins og það er í dag. Ég ólst upp á þeim tíma þegar eftirsóknarverður líkami var hár, grannur, fyrirsætulegur, eins og líkami Cindy Crawford. Enginn leit út eins og ég,“ segir Kardashian.

Hún segir gott að brjóta formið og skapa nýtt. Hún sé armenísk stúlka með lögulega vöxt og komið hafi í ljós að það sé nokkuð sem fólki líkar.

„Það lætur mér líða vel með sjálfa mig og með aðrar konur, fyrir þann stuðning sem þær veita. Ég er sjálfsörugg kona, en ég birtist ekki á sjónarsviðinu sjálfsörugg, það hefur komið með árunum og er stór hluti af þeirri manneskju sem ég er í dag.“

Kim segir að hún hafi átt sérstaklega erfitt með að sætta sig við íturvaxinn líkama sinn þegar hún var unglingur.

„Þegar ég var 13 ára skrifaði pabbi mér bréf. Ég var óánægð með líkamann minn, ég var mjög bráðþroska. Á hverju kvöldi sat ég á baðherberginu og grét, ég bað þess að brjóstin á mér hættu að vaxa. Hann sagði mér að ég hefði líkama sem fáar stúlkur hefðu, að seinna myndi hann kalla á athygli frá karlmönnum, en að mikilvægast væri að ég væri yndisleg stúlka og að ég þyrfti að skilja eigið virði.“

Kim þykir sannarlega ein heitasta kona heims.
Kim þykir sannarlega ein heitasta kona heims. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir