Dráp og ofbeldi einkenna klassískar teiknimyndir

Teiknimyndin um Bamba er einstaklega sorgleg.
Teiknimyndin um Bamba er einstaklega sorgleg.

Hvort ætli teiknimynd sem fjallar um talandi dýr eða blóðug hryllingsmynd sé skaðlegri börnum? Flestir myndu giska á að hryllingsmynd sé mun skaðlegri börnum heldur er saklaus teiknimynd. Ný rannsókn bendir þó til þess að klassískar teiknimyndir geti haft jafn slæm áhrif ef ekki verri áhrif á börn heldur en hryllingsmyndir sem ætlaðar eru fullorðnum.

Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar sýna fram á að persónur teiknimynda fyrir börn eru tvisvar sinnum líklegri til að deyja heldur en persónur í hryllingsmyndum. Prófessorarnir Ian Colman og James Kirkbride héldu utan um rannsóknina sem gerð var við háskóla í London og Ottawa.

Í niðurstöðunum, sem birtust í læknatímaritinu British Medical Journal, er teiknimyndin Finding Nemo tekin sem dæmi en þar er móðir aðalpersónunnar étin lifandi á fyrstu mínútunum. Í teiknimyndinni Konungur ljónanna hlýtur svo pabbi aðalpersónunnar einn hræðilegasta dauðdaga sem hugsast getur. Þeir sem þekkja teiknimyndirnar um Pochahontas, Litlu hafmeyjuna og Pétur Pan minnast þess þá kannski að þar koma byssur og önnur vopn við sögu.

Colman segir þær teiknimyndir sem hafa náð hvað mestum vinsældum frá árinu 1937 til ársins 2013 gjarnan einkennast af ofbeldi og morðum. Prófessorinn Kirkbride vill þá benda á að þetta ofbeldi sem börnin sjá á hvíta tjaldinu geti haft varanleg áhrif á þau. „Hversu mörg okkar geta horft á teiknimyndina um Bamba án þess að fella tár?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir