Framleiðslufyrirtækið Sony Pictures Entertainment tilkynnti nýverið að gamanmyndin The Interview yrði ekki gefin út vegna hótana sem hafa borist frá tölvuþrjótum. Leikarinn George Clooney er óánægður með þessa ákvörðun og hefur nú hvatt Amy Pascal, aðstoðarforstjóra, til að gefa kvikmyndina út.
Kvikmyndin, sem fjallar um morð á forseta Norður-Kóreu, Kim Jong-Un, átti að vera frumsýnd í kvikmyndahúsum á jóladag en eftir að Sony bárust hótanir hefur þeim áætlunum verið breytt.
Clooney virðist vera óhræddur og vill sjá kvikmyndina. Hann greindi frá því í viðtali við Deadline.com að hann hefði hvatt Pascal til að gefa kvikmyndina út á einn eða annan hátt. „Settu hana á netið, gerðu hvað sem er til að gefa hana út. Ekki vegna þess að allir þurfa að sjá þessa kvikmynd heldur vegna þess að við ættum ekki að láta banna okkur að sjá hana. Það er aðalatriðið,“ sagði Clooney og benti á að allra síst ætti Kim Jong-Un að stýra því hvað Bandaríkjamenn horfa á.
Hótanirnar „ógn gegn þjóðaröryggi“
Frumsýningu aflýst vegna hótana