Elton John giftir sig

Elton John
Elton John JEAN-SEBASTIEN EVRARD

Breski tónlistarmaðurinn Elton John ætlar í dag að gifta sig, en hann hefur í 21 ár búið með unnusta sínum, David Furnish. Athöfnin fer fram í Windsor, en þar er höll Elísabetar drottningar.

Elton John er 67 ára gamall. Hann birti á Instagram mynd þar sem segir: „Sir Elton John og David Furnish óska eftir nærveru þinni til að fagna brúðkaupi þeirra sunnudaginn 21. desember.“

Um 50 gestum er boðið í brúðkaupið. Þar á meðal David og Victoria Beckham, Elizabeth Hurley og Ozzy og Sharon Osbourne.

Elton John og David Furnish hafa ættleitt tvo litla drengi, Zachary, þriggja ára og Elijah, sem er 23 mánaða. Í fréttum breskra fjölmiðla segir að þeir muni halda á giftingarhringunum fyrir foreldra sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka