Tíu boðorð trúleysingja

Börn að leik. Samkvæmt boðorðum trúleysingja ber okkur að taka …
Börn að leik. Samkvæmt boðorðum trúleysingja ber okkur að taka tillit til komandi kynslóða. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Okk­ur ber skylda til að hugsa um kyn­slóðir framtíðar­inn­ar, það er eng­in ein rétt leið til að lifa líf­inu og reyndu að skilja við heim­inn betri en þú komst að hon­um. Þetta er á meðal tíu boðorða sem trú­leys­ingj­ar hafa búið til og lýsa hug­mynd­um þeirra um lífið og til­ver­una.

Það var vefsíðan At­heist Mind Human­ist Heart sem stóð fyr­ir verk­efni á net­inu þar sem trú­leys­ingj­ar gátu sent inn til­lög­ur sín­ar að tíu boðorðum. Dóm­nefnd valdi síðan tíu bestu til­lög­urn­ar sem gátu tal­ist til boðorða þeirra sem ekki trúa á yf­ir­nátt­úru­legt vald. Á meðal dóm­ar­anna var Adam Sa­vage, ann­ar stjórn­enda þátt­anna Mythbusters. Höf­und­ar boðorðanna sem urðu fyr­ir val­inu skiptu svo með sér 10.000 doll­ara verðlaun­um.

Aðstand­end­ur verk­efn­is­ins segja að þeir hafi talið þörf á því að skil­greina hug­mynda­heim trú­leys­ingja í ljósi þess hversu hratt trú­leysi breiðist nú út í Banda­ríkj­un­um og hinum vest­ræna heimi. Til þess þyrfti heim­speki sem byggði á rök­hyggju og sönn­un­ar­gögn­um sem segði til um hvernig hægt væri að lifa skyn­sömu, siðlegu og ham­ingju­sömu lífi án guðlegr­ar veru.

Boðorðin tíu sem dóm­nefnd­in valdi sem lífs­regl­ur trú­lausra eru eft­ir­far­andi:

1. Vertu með op­inn huga og vertu til­bú­inn til að breyta skoðunum þínum í ljósi nýrra gagna.

2. Gerðu þitt besta til að reyna að skilja hvað sé lík­leg­ast til að vera satt, ekki trúa því sem þú vilt að sé satt.

3. Vís­inda­leg vinnu­brögð eru áreiðan­leg­asta leiðin til að skilja nátt­úru­lega heim­inn.

4. Sér­hver mann­eskja hef­ur rétt á að ráða yfir eig­in lík­ama.

5. Guð er ekki nauðsyn­leg­ur til að vera góð mann­eskja eða til að lifa líf­inu til fulls og með til­gangi.

6. Hafðu í huga af­leiðing­ar gjörða þinna og gerðu þér grein fyr­ir því að þú verður að axla ábyrgð á þeim.

7. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig og þú get­ur með skyn­söm­um hætti bú­ist við þeir vilji að sé komið fram við sig. Hugsaðu út frá sjón­ar­hóli þeirra.

8. Okk­ar ber skylda til þess að taka til­lit til annarra, þar á meðal kyn­slóða framtíðar­inn­ar.

9. Það er ekki til nein ein rétt leið til að lifa líf­inu.

10. Skildu við heim­inn betri en þú komst að hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir