Var óskað gleðilegra jóla og tapaði sér

AFP

Karlmaður brást ókvæða við á þorláksmessu þegar hann var á leið um borð í flugvél American Airlines á La Guardia flugvellinum í New York í Bandaríkjunum og var óskað gleðilegra jóla af starfsmönnum flugfélagsins, en flugvélin var á leiðinni til Dallas í Texas-ríki.

Fram kemur í frétt bandaríska dagblaðsins New York Post að maðurinn hafi sagt höstum rómi við starfsmann American Airlines þegar hún óskaði honum gleðilegra jóla eftir að hafa skoðað farseðil hans: „Þú ættir ekki að segja þetta þar sem það halda ekki allir upp á jólin.“ Starfsmaðurinn spurði þá hvað hún ætti þá að segja og öskraði maðurinn þá á hana: „Ekki segja gleðileg jól!“ Hann strunsaði síðan eftir landganginum í átt að flugvélinni.

Þegar maðurinn kom um borð í flugvélina óskaði flugfreyja honum aftur gleðilegra jóla. Það virtist vera dropinn sem fyllti mælinn og öskraði maðurinn að sama skapi á hana: „Ekki segja gleðileg jól!“ Hélt hann síðan fyrirlestur yfir henni og flugmanninum um óásættanlega framkomu þeirra. Áhafnarmeðlimir reyndu að róa manninn en hann neitaði að láta staðar numið og hélt áfram að hella sér yfir þá. Manninum var að lokum gert að yfirgefa flugvélina í fylgd og var því fagnað af öðrum farþegum segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes