Áramótaskaupið fékk afar slæm viðbrögð á samfélagsmiðlinum Twitter, svo ekki sé meira sagt. Einn þeirra sagði það svo dauft að gamla fólkið hafði ekki fyrir því að spyrja út í brandarana og annar sagði það ekkert annað en endursögn á atburðum ársins án þess að nokkurt grín kæmi við sögu.
Hér að neðan er brot úr umræðunni um áramótaskaupið á Twitter:
Er ég sú eina sem er komin með nóg af reykjavíkurdætrum? #skaupið
— Ólöf Svala (@olof_coolcat) December 31, 2014
Elska að horfa á #skaupið með gömlu fólki sem skilur ekkert í því og spyr endalaust. Retweet ef þú kannast við þetta!
— Guðmundur Egill (@gudmegill) December 31, 2014
Vigdís Hauks í Candy Crush. Ein skemmtilegasta frétt sem ég skrifaði á árinu. Gaman að sjá að hún rataði i #skaupið
— Kjartan A. Kjartanss. (@kjartansson4) December 31, 2014
verður bannað að finnast #skaupið leiðinlegt því þetta er kvennaskaup?
— Katrín Atladóttir (@katrinat) December 31, 2014
Ansi líkur þér @gislimarteinn #skaupið pic.twitter.com/9aCj9AEJPJ
— Þórarinn Hjálmarsson (@thorarinnh) December 31, 2014
#Skaupið er svo dauft að afi hefur ekki ennþá spurt út í einn einasta brandara!
— Guðmundur Egill (@gudmegill) December 31, 2014
#skaupið : þar sem atburðir ársins eru endursagðir án nokkurs gríns
— Katrín Atladóttir (@katrinat) December 31, 2014
Meira að segja Þorsteinn Bachmann getur ekki bjargað þessu. Þá er það svart. #skaupið
— Logi Bergmann (@logibergmann) December 31, 2014
Skaupið lala í seinni hálfleik en niðurskurðurinn aldrei verið jafn ljós, húmorinn of dýr fyrir RÚV. #skaupið
— Hjalti Vignis (@HjaltiVignis) December 31, 2014
Hápunktur ársins er að hafa verið leikinn af fullorðnum manni í Skaupinu en hvorki konu né barni. Stór áfangi. Gleðilegt ár! #skaupið
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) December 31, 2014
Er #skaupið búið? Var þetta allt?
— Ólöf Svala (@olof_coolcat) December 31, 2014
Spaugstofan situr einhversstaðar glottandi út í annað. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. #skaupið
— Atli Viðar (@atli_vidar) December 31, 2014