„Dauði minn þarf að þýða eitthvað“

Leelah Alcorn gat ekki hugsað sér að lifa lengur í …
Leelah Alcorn gat ekki hugsað sér að lifa lengur í þeim fordómum sem hún fann fyrir frá fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Tumblr síða Leelah

Sjálfsvíg hinnar 17 ára gömlu Leelah Alcorn hefur vakið heimsathygli, meðal annars vegna sjálfsmorðsbréfs sem hún skildi eftir sig á veraldarvefnum.

Alcorn fæddist sem drengur, en hafði upplifað sig sem stúlku frá fjögurra ára aldri. Hún lést þann 28. desember sl. þar sem hún gat ekki hugsað sér að lifa lengur í þeim fordómum sem hún fann fyrir frá fjölskyldu sinni.

Eftir dauða Alcorn fóru að birtast uppfærslur á Tumblr-síðu hennar, sem hún hafði tímastillt. Þar á meðal var sjálfsmorðsbréfið, og afsökunarbeiðni til nánustu vina hennar.

„Dauði minn þarf að þýða eitthvað,“ skrifaði hún. „Dauði minn þarf að vera talinn með þeim fjölda transgender fólks sem hafa framið sjálfsvíg á þessu ári. Ég vil að einhver líti á þá tölu og hugsi: „Þetta er ekki í lagi“ og lagi það. Lagi samfélagið. Geriði það.“

Var sagt að hún yrði aldrei alvöru stelpa

Alcorn lýsir því hvernig henni hafi liðið sem stelpu í líkama stráks frá því hún var fjögurra ára gömul. Þegar hún hafi svo uppgötvað hvað transgender væri þegar hún var 14 ára hafi hún grátið úr gleði. 

„Eftir að hafa verið ringluð í 10 ár skildi ég loksins hver ég var,“ skrifaði hún. „Ég sagði mömmu minni strax frá því, en hún brást mjög illa við, sagði mér að þetta væri bara tímabil, að ég yrði aldrei alvöru stelpa, að Guð geri ekki mistök og að ég hafi rangt fyrir mér.“

Eftir dauða Alcorn hefur móðir hennar verið gagnrýnd fyrir að nota skírnarnafn hennar, Joshua Ryan Alcorn, og tala um hana sem strák. 

Gefur samtökum og styrktarhópum allar eigur sínar

Alcorn óskaði eftir því að allar hennar eigur yrðu gefnar transgender samtökum og styrktarhópum. Margir hafa sýnt stuðning sinn við Alcorn á Twitter og Tumblr, og samtök transgender fólks hafa víða talað fyrir hennar málstað.

Sjálfsvíg á meðal transgender fólks eru gríðarlega algeng, en yfir 50% unglinga sem telja sig hafa fæðst í röngum líkama fyrirfara sér fyrir tvítugt samkvæmt Youth Suicide Prevention Program.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir