Tvær einkaþotur, sem voru áður í eigu Elvis Presley verða boðnar upp á uppboði. Þoturnar heita „Lisa Marie“ og „Hound Dog II“ og hannaði Presley þoturnar sjálfur. Talið er að þoturnar verði seldar á 10 til 15 milljónir bandaríkja dali eða 1,2 til 1,9 milljarð íslenskra króna.
Samkvæmt frétt Telegraph er ekki er lengur hægt að fljúga þotunum en þær hafa verið til sýnis í Graceland, eign Presley í Tennessee ríki Bandaríkjanna síðustu þrjátíu árin.
Presley keypti „Lisa Marie“ af flugfélaginu Delta Air Lines árið 1975 og nefndi eftir dóttur sinni. Hann lést aðeins tveimur árum síðar.
Söngvarinn eyddi gífurlegum fjármunum í að gera þotuna upp með svefnherbergi, fundarherbergi, bar og myndbandskerfi sem var tengt við fjögur sjónvörp. Hann lét jafnframt mála þotuna rauða, hvíta og bláa.
„Hound Dog II“ var keypt árið 1975 og rúmar hún átta til tíu farþega.
Myndir af þotunum má sjá hér.