Jón Gnarr las úr Bókinni um veginn fyrir brúðhjónin

Brúðhjónin Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Kristján Jónsson ásamt Jóni …
Brúðhjónin Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Kristján Jónsson ásamt Jóni Gnarr sem gaf þau saman í Norræna húsinu á Gamlársdag. Af Facebook-síðu Heiður Kristínar

Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, gekk að eiga Guðmund Kristján Jónsson á gamlársdag. Það var Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og félagi Heiðu Kristínar úr Besta flokknum, sem gaf þau saman. Las Jón meðal annars upp úr Bókinni um veginn.

„Þetta var lítil og stutt athöfn. Við giftum okkur formlega hjá sýslumanni en svo leiddi Jón okkur inn í hjónabandið. Svo spiluðu pabbi minn, bróðir minn og Snorri sonur minn „Stand by me“. Þetta var bara mjög falleg stund, rosalega innileg og náin stund,“ segir Heiða Kristín um athöfnina sem fór fram í Norræna húsinu á gamlársdag.

Þau Jón störfuðu saman í Besta flokknum sem vann sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010 og hafa verið nánir samverkamenn. Heiða Kristín segir Jón hafa staðið sig óaðfinnanlega í að stjórna brúðkaupsathöfninni.

„Þetta var bara mjög vel gert hjá honum og fallegt. Við stofnuðum nú einhvern tímann saman svona taóistafélag. Hann las upp úr Bókinni um veginn. Þar er mikinn fróðleik að finna,“ segir hún.

Heiða Kristín lét af embætti sem annar formanna Bjartrar framtíðar um áramótin og lét um leið af afskiptum af stjórnmálum að mestu leyti. Hún gegnir þó áfram embætti varaþingmanns fyrir flokkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup