Áttræðisafmæli konungsins fagnað

Hundruð aðdáenda Elvis Presley komu saman við Graceland í Memphis í dag til að fagna afmæli rokkgoðsins. Presley hefði orðið áttræður í dag hefði hann lifað, en í tilefni dagsins skáru fyrrverandi eiginkona hans Priscilla og dóttir hans Lisa Marie átta hæða afmælistertu, sem aðdáendur gátu síðan gætt sér á á matsölustað gegnt Elvis-safninu.

Priscilla ávarpaði fjöldann og sagði m.a. að það hefði komið Presley skemmtilega á óvart að sjá svo marga aðdáendur fagna afmælisdegi hans.

„Ég myndi hvergi annars staðar vilja vera,“ sagði Lisa Marie, sem mætti í fylgd barna sinna fjögurra.

Presley lést árið 1977, aðeins 42 ára gamall. 108 laga hans hafa ratað inn á Billboard-listann yfir 100 „heitustu“ lögin og 129 plötur inn á Billboard 200-plötulistann. Síðasta útgáfa konungsins sem skaust inn á lista yfir best seldu plöturnar í Bandaríkjunum var safnalbúm sem kom út 2002.

Í tilefni afmælisins var m.a. efnt til uppboðs á minniháttar eigum Presleys. Til stendur að halda annað uppboð þar sem fjársterkir einstaklingar geta eignast tvær einkaþotur sem voru í eigu rokkgoðsins, en Priscilla og Lisa Marie hafa fordæmt sölu þeirra og segja græðgi ráða för.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney