Björn Jörundur, Friðrik Dór, Haukur Heiðar og Bjarni Lárus Hall verða á meðal flytjenda í Söngvakeppninni 2015 og er þetta í fyrsta skipti sem þeir reyna að komast í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fyrir Íslands hönd. Lögin tólf sem flutt verða í söngvakeppninni voru kynnt í dag.
Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói laugardagana 31. janúar og 7. febrúar þar sem sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí 2015.
Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.
Þetta eru lögin:
Aldrei of seint
Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Sarah Reede
Texti: María Björk Sverrisdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir
Flytjandi: Regína Ósk
Ást eitt augnablik
Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir
Brotið gler
Lag og texti: Axel Árnason og Bjarni Lárus Hall
Flytjandi: Bjarni Lárus Hall
Fjaðrir
Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson
Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir)
Fyrir alla
Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors
Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson
Flytjandi: CADEM (Daníel Óliver ásamt Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson)
Í kvöld
Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir
Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir
Í síðasta skipti
Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson
Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson
Lítil skref
Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson
Flytjandi: María Ólafsdóttir
Milljón augnablik
Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson
Texti: Karl Olgeir Olgeirsson og Haukur Heiðar Hauksson
Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson
Myrkrið hljótt
Lag: Arnar Ástráðsson
Texti: Erna Hrönn Ólafsdóttir
Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir
Piltur og stúlka
Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson
Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson)
Þú leitar líka að mér
Lag: Ásta Björg Björgvinsdóttir
Texti: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Flytjandi: HINEMOA (Ásta Björg Björgvinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Sindri Magnússon, Kristófer Nökkvi Sigurðarson, Gísli Páll Karlsson og Regína Lilja Magnúsdóttir)