Björn Jörundur reynir við Eurovision

Björn Jörundur Friðbjörnsson
Björn Jörundur Friðbjörnsson mbl.is/Brynjar Gauti

Björn Jörundur, Friðrik Dór, Haukur Heiðar og Bjarni Lárus Hall verða á meðal flytjenda í Söngvakeppninni 2015 og er þetta í fyrsta skipti sem þeir reyna að komast í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fyrir Íslands hönd. Lögin tólf sem flutt verða í söngvakeppninni voru kynnt í dag.

Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói laugardagana 31. janúar og 7. febrúar þar sem sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí 2015.

Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.

Þetta eru lögin:

Aldrei of seint

Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Sarah Reede

Texti: María Björk Sverrisdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir

Flytjandi: Regína Ósk

Ást eitt augnablik

Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson

Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir

Brotið gler

Lag og texti: Axel Árnason og Bjarni Lárus Hall

Flytjandi: Bjarni Lárus Hall

Fjaðrir

Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson

Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir)

Fyrir alla

Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors

Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson

Flytjandi: CADEM (Daníel Óliver ásamt Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson)

Í kvöld

Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir

Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir

Í síðasta skipti

Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson

Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson

Flytjandi: Friðrik Dór

Lítil skref

Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson

Flytjandi: María Ólafsdóttir

Milljón augnablik

Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson

Texti: Karl Olgeir Olgeirsson og Haukur Heiðar Hauksson

Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson

Myrkrið hljótt

Lag: Arnar Ástráðsson

Texti: Erna Hrönn Ólafsdóttir

Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir

Piltur og stúlka

Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson

Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson)

Þú leitar líka að mér

Lag: Ásta Björg Björgvinsdóttir

Texti: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Flytjandi: HINEMOA (Ásta Björg Björgvinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Sindri Magnússon, Kristófer Nökkvi Sigurðarson, Gísli Páll Karlsson og Regína Lilja Magnúsdóttir)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup