Yfirmönnum BBC bárust um 400 kvörtunarbréf frá áhorfendum eftir að þeir sjónvörpuðu viðtali við söngkonuna Ritu Ora á mánudaginn. Ástæðan mun vera klæðaburður söngkonunnar.
Rita Ora kom fram í spjallþættinum The One Show til að kynna næstu þáttaröð The Voice. Ora klæddist flegnum jakka og var hvorki í brjóstahaldara né bol innan undir. Þátturinn var sýndur klukkan 19:00 og fannst mörgum útlit Ora óviðeigandi í ljósi þess að á þessum tíma er fólk gjarnan að horfa á sjónvarpið ásamt börnum sínum.
Yfirmenn BBC sendu frá sér afsökunarbeiðni. „Við biðjumst afsökunar. Ef hún hefði ráðfært sig við okkur hefðum við farið fram á að hún klæddist viðeigandi fatnaði.“