Fékk tilboð eftir birtingu nektarmyndar

Tara Reid birti þessa mynd á Instagram.
Tara Reid birti þessa mynd á Instagram. Instagram

Leikkonan Tara Reid birti nektarmynd af sjálfri sér á Instagram á gamlársdag en eftir það mun tilboðum úr klámmyndabransanum hafa rignt yfir hana.

Klámmyndaframleiðendum fannst mikið til ljósmyndarinnar koma og settu sig fljótlega í samband við Reid. Einn framleiðandi kvaðst vilja sjá Reid sýna „fegurð sína og hæfileika“ í klámmynd og að launum fengi hún rúmar 130 milljónir króna. Þessu var greint frá á heimasíðu TMZ.

Aðdáendum Reid leist einnig vel á ljósmyndina sem hún birti en um 10.000 manns hafa lækað myndina á Instagram. „Þú lítur frábærlega út, heilbrigð og hamingjusöm,“ skrifaði einn aðdáandi hennar undir ljósmyndina.

Hin 39 ára Reid hefur enn ekki tjáð sig um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir