Gagnrýndur fyrir lundaát á Íslandi

Kerridge hefur sett inn margar myndir af sér á ferðalagi …
Kerridge hefur sett inn margar myndir af sér á ferðalagi um Ísland. Af Twitter-síðu Kerridge

Breski kokkurinn Tom Kerridge hefur verið gagnrýndur fyrir að borða lunda á Íslandi. Kerridge er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Food and Drink á BBC og greindi hann 119 þúsund fylgjendum sínum frá því á Twitter að hann hefði borðað lunda. Gloucestershire Echo greinir frá þessu.

„Í dag er ég búinn að borða lunda, svartfugl, hval og hest... Verður að elska matarupplifun,“ sagði hann á Twitter.

Færsla Kerridge vakti hörð viðbrögð, sérstaklega meðal dýraverndunarsinna, en lundinn er friðaður í Bretlandi og á lista yfir þær fuglategundir sem eru í hættu.

„Hann er að sýna sig, eins og hann sé kaldari en veðrið á Íslandi,“ sagði Mimi Bekhechi, talsmaður People for the Ethical Treatment of Animals, við dagblaðið Sun í dag.

Talsmaður Kerridge sagði við Sun: „Tom myndi aldrei vísvitandi borða dýr sem er í útrýmingarhættu. Hann er meðvitaður um að lundar eru ekki í hættu á Íslandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir