Vill banna snjókarla af trúarlegum ástæðum

Frá Sádi Arabíu.
Frá Sádi Arabíu. AFP

Virtur fræðimaður í Sádi-Arabíu, Mohammad Saleh Al Minjed, hefur lýst því yfir að það samrýmist ekki íslam að byggja snjókarla eða ísstyttur þar sem hermt sé eftir útliti dýra samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Heimilt sé þó að hans mati að byggja snjókarla og ísstyttur ef um er að ræða hluti sem ekki eru lifandi.

„Það er ekki heimilt að búa til styttu úr snjó, ekki einu sinni til að leika sér og til gamans,“ er haft eftir honum í fréttinni. Hins vegar mætti búa til snjókarla í formi trjáa, skipa, ávaxta, bygginga o.s.frv. Hefur hann sent frá sér tilskipun, eða svokallaða fatwa, þessa efnis sem hefur ákveðið lagalegt gildi í landinu. Ekki er algengt að snjór falli í Sádi-Arabíu en hins vegar hafa snjóstormar átt sér stað í landinu í þessum mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan