Áhugaljósmyndarinn Jón Hilmarsson tók mynd af miklu sjónarspili norðurljósa. Ekki er nóg með að norðurljósin séu ótrúlega björt og litrík, heldur telja sumir sig hafa séð ímynd Jesú Krists í þeim. Kristur sem um ræðir er styttan af Jesú á hæðinni fyrir ofan Rio de Janeiro í Brasilíu.
Í frétt Daily Mail segir að græn norðurljós séu algeng yfir Íslandi, en til undantekninga heyri að þau birtist í fjólubláu og rauðu.
Hér má sjá mynd Jóns af norðurljósunum.