Hæðst að barninu í American Sniper

Bradley Cooper í hlutverki sínu í American Sniper. Með dúkkuna …
Bradley Cooper í hlutverki sínu í American Sniper. Með dúkkuna í höndunum. Skjáskot af Youtube

Margir hafa hlegið sig máttlausa af „barninu“ í Hollywood-myndinni American Sniper. Barnið er sagt svo gervilegt, enda augljóslega dúkka að það sé „hrollvekjandi“, „eins og vélmenni“ og líti út fyrir að vera dáið.

Kvikmyndin er í leikstjórn Clints Eastwood og í henni fer Bradley Cooper með aðalhlutverkið. Um hádramatíska mynd er að ræða en margir fjölmiðlar, m.a. The Hollywood Reporter, Telegraph og USA Today hafa ekki getað orða bundist yfir dúkkubarninu í svo rándýrri kvikmynd.

Handritshöfundur myndarinnar, Jason Hall, svaraði fyrir málið á Twitter og sagði að Eastwood hafi ætlað að nota alvöru barn í tökunum. Hins vegar hafi barn sem valið var í  hlutverkið veikst og ekki komist á tökustað og annað sem átti að vera í staðinn mætti aldrei á tökustað. Því hafi dúkka verið notuð. Færsla Halls á Twitter hefur nú verið fjarlægð, segir í frétt Huffington Post um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach