Tónlistarkonan Björk ætlar að gefa nýjustu plötu sína „Vulnicura“ út á næsta sólahringnum eftir að henni var lekið á netið. Er hún þegar byrjuð að ganga á milli manna á skráaskiptisíðum en platan átti upphaflega að koma út í mars.
Í skilaboðum til aðdáenda sinna á Facebook og Twitter þakkaði Björk fyrir áhuga þeirra en tjáði sig ekki um lekann með beinum hætti. Lýsti hún „Vulnicura“ sem „algerri ástarsorgarplötu“. Þetta er fyrsta plata Bjarkar frá því að „Biophilia“ kom út árið 2011. Nýjan platan verður aðgengileg á iTunes á næsta sólahringnum.
Björk er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn til að lenda í því að plötu sé lekið á netið. Madonna gaf í síðasta mánuði út sex lög af væntanlegri plötu sinni eftir að frumútgáfum af þeim hafði verið lekið. Ólíkt Björk brást hún ókvæða við og kallaði lekann „listræna nauðgun“.
dear folks & my music supporters : vulnicura will be rolling out over the next 24 hours !! http://t.co/33s1OCgygW pic.twitter.com/0HzE3F4qC4
— björk (@bjork) January 20, 2015