Bókstafstrúarmenn stálu styttu af keltneskum guði

Styttan af Manannán Mac Lir.
Styttan af Manannán Mac Lir. Af vefnum Discover Northern-Ireland

Bókstafstrúaðir kristnir menn eru taldir bera á byrgð á því að stytta af keltneskum sjávarguði var stolið af tindi fjalls við bæinn Limavady á Norður-Írlandi á dögunum. Í stað styttunnar var skilinn eftir kross sem á stóð að ekki skuli hafa falska guði.

Styttan er ein af fimm í Roe-dal en þær voru settar upp til að laða að ferðamenn, að því er segir í frétt Belfast Telegraph. Sú sem var stolið var af guðinum Manannán Mac Lir. Gerry Mullan, fyrrverandi bæjarstjóri Limavady, segir að um skipulagðan verknað hafi verið að ræða en ekki handahófskennd skemmdarverk.

„Heimafólk er virkilega reitt yfir því að þessi stytta hafi verið tekin. Hún bætti virkilega við það sem er þegar fallegur staður þar sem gestir og heimamenn geta setið og notið útsýnisins og ég biðla til hvers sem tók styttuna að skila henni,“ segir Mullan.

Lögreglan leitar nú þjófanna en á krossinum sem þeir skildu eftir stóð: „Þú skalt ekki hafa falska guði fram yfir mig“.

Frétt Belfast Telegraph af styttuþjófnaðinum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka