Gefur eldri borgurum plötuna

Bob Dylan.
Bob Dylan. AFP

Tón­list­armaður­inn Bob Dyl­an hef­ur ákveðið að gefa tug­um þúsunda eldri borg­ara nýj­ustu plöt­una sína end­ur­gjalds­laust en goðsögn­in er sjálf orðin 73 ára. Plat­an „Shadows in the Nig­ht“, sem inni­held­ur út­færslu á lög­um Frank Sinat­ra, verður send til 50 þúsund les­enda tíma­rits­ins AARP en tíma­ritið er sent til millj­óna banda­rískra eldri borg­ara.

Haft er eft­ir Dyl­an, sem veitt hef­ur fá viðtöl í seinni tíð, í frétt AFP að hann vonaðist til þess að þeir sem fengju plöt­una senda yrðu ánægðir með hana. Plat­an fer í sölu 3. fe­brú­ar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tón­list­ar­menn gefa plöt­ur sín­ar en skemmst er að minn­ast þess þegar írska hljóm­sveit­in U2 gaf hálf­um millj­arði iTu­nes-not­enda plötu sína á síðasta ári.

Dyl­an hvatti enn­frem­ur í viðtal­inu ríka Banda­ríkja­menn til þess að skapa fleiri störf. „Rík­is­stjórn­in er ekki að fara að skapa störf. Hún þarf þess ekki. Fólk verður að skapa störf og þess­ir stóru millj­arðamær­ing­ar eru þeir sem geta það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir