Gefur eldri borgurum plötuna

Bob Dylan.
Bob Dylan. AFP

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur ákveðið að gefa tugum þúsunda eldri borgara nýjustu plötuna sína endurgjaldslaust en goðsögnin er sjálf orðin 73 ára. Platan „Shadows in the Night“, sem inniheldur útfærslu á lögum Frank Sinatra, verður send til 50 þúsund lesenda tímaritsins AARP en tímaritið er sent til milljóna bandarískra eldri borgara.

Haft er eftir Dylan, sem veitt hefur fá viðtöl í seinni tíð, í frétt AFP að hann vonaðist til þess að þeir sem fengju plötuna senda yrðu ánægðir með hana. Platan fer í sölu 3. febrúar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónlistarmenn gefa plötur sínar en skemmst er að minnast þess þegar írska hljómsveitin U2 gaf hálfum milljarði iTunes-notenda plötu sína á síðasta ári.

Dylan hvatti ennfremur í viðtalinu ríka Bandaríkjamenn til þess að skapa fleiri störf. „Ríkisstjórnin er ekki að fara að skapa störf. Hún þarf þess ekki. Fólk verður að skapa störf og þessir stóru milljarðamæringar eru þeir sem geta það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård