Snuðuðu pítsasendil um þjórfé og fengu það óþvegið

Skjáskot úr myndbandinu sem F&R Auto bílasalan birti.
Skjáskot úr myndbandinu sem F&R Auto bílasalan birti.

Starfsmenn bílasölunnar F&R Auto í Boston pöntuðu sér nýverið pítsu á pítsastaðnum Palace Pizza. Starfsmenn bílasölunnar komu illa fram við pítsasendilinn og birtu myndband af samskiptum þeirra við hann.

Pítsurnar sem starfsmenn F&R Auto pöntuðu sér og heimsendingin kostaði 43 dollara. Eigandi bílasölunnar rétti pítsasendlinum tvo 20 dollara seðla og tvo fimm dollara seðla. Skiljanlega gerði pítsasendillinn ráð fyrir að um þjórfé væri að ræða því eigandinn rétti honum tvo fimm dollara í staðinn fyrir einn.

Sendillinn fékk hinsvegar símtal frá eiganda bílasölunnar skömmu seinna, þá var verið að rukka hann um afganginn. Sendillinn fór af stað á bílasöluna og skilaði afganginum og útskýrði mál sitt. Starfsfólk bílasölunnar lét hann heyra það og birti svo myndband af samskiptunum í kjölfarið. Netverjum blöskraði hegðun starfsmanna bílasölunnar og birtu margir athugasemd við myndbandið. Viðskiptavinum F&R Auto hefur líklegast farið fækkandi eftir birtingu myndbandsins.

Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu á netinu, það má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan