Berbrjósta gyðingur á kameldýri múslima

Chelsea Handler birti þessa mynd á Instagram í gær. Þarna …
Chelsea Handler birti þessa mynd á Instagram í gær. Þarna er hún stödd í Ísrael. Instagram

Grín­ist­inn Chel­sea Handler birti mynd á In­sta­gram í gær sem hún tók í Ísra­el þar sem hún er stödd þessa dag­ana. Á mynd­inni má sjá ber­brjósta Handler sitja á kam­eldýri.

Handler, sem er gyðing­ur, er ber­brjósta á mynd­inni fyr­ir utan tvær Davíðsstjörn­ur sem hylja geir­vört­ur henn­ar.

„Múslimi leyfði ber­brjósta gyðingi að sitja á kam­eldýr­inu hans. Og svo segj­um við að við get­um ekki lifað í sátt og sam­lyndi? Við ætt­um að reyna, geta og gera það. Og þú þarft ekki einu sinni að vera ber­brjósta,“ skrifaði Handler við mynd­ina.

Handler er stödd í Ísra­el þessa dag­ana til að halda uppistand og til að taka viðtal við fyrr­ver­andi for­seta Ísra­el, Shimon Peres. Þessu er greint fá á The Hollywood Report­er. Viðtalið við Peres verður hluti af heim­ild­ar­mynd sem Handler mun gefa út í sam­starfi við Net­flix.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka