Fjarðabyggð hin fullkomna staðsetning

Aðalpersónur Fortitude.
Aðalpersónur Fortitude.

Spennuþátt­ur­inn For­titu­de, sem tek­in var upp hér á landi, hóf göngu sína í kvöld á bresku sjón­varps­stöðinni Sky Atlantic.

Í sam­tali við Radio Times seg­ir fram­leiðandi þátt­anna, Pat­rick Spence, upp­lif­un­ina af Fjarðabyggð hafa verið ein­staka en að bæði um­hverfið og bygg­ing­arn­ar séu mjög lík­ar því sem hann hafði séð á norður­skauts­svæðinu, þar sem þætt­irn­ir eiga sér stað. Auk þess hafi verið kvik­myndat­eymi á staðnum sem var ný­búið að taka upp Game of Thrones, sem og næg rúm fyr­ir alla sem komu að gerð þátt­anna og því hafi staðsetn­ing­in verið full­kom­in.

„Ísland er ótrú­leg­ur staður til að kvik­mynda,“ seg­ir Spence. „Ég myndi ekki einu sinni íhuga að taka For­titu­de upp ann­ars staðar, ef við vær­um svo hepp­in að fá að taka upp aðra þáttaröð mynd­um við fara aft­ur til Íslands. Við elskuðum það. Okk­ur lang­ar mikið til að gera aðra,“ seg­ir Spence.

Spence bend­ir les­end­um Radio Times jafn­framt á þá staði á land­inu sem þeir eiga að heim­sækja vilji þeir upp­lifa þá nátt­úru sem sjá má í þátt­un­um. Seg­ir hann Jök­uls­ár­lón, sem sést í upp­hafi fyrsta þátt­ar­ins, vera magnþrungið allt árið um kring. Þá bend­ir hann á Mjóa­fjarðar­heiði sem lék hlut­verk jök­uls í þátt­un­um og sömu­leiðis á Reyðarfjörð, Eskifjörð og Seyðis­fjörð sem all­ir leika hlut­verk smá­bæj­ar­ins For­titu­de og nán­asta um­hverf­is hans í þátt­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell