4 af 6 lögum áfram (MYNDIR)

María Ólafsdóttir kemur inn á sviðið eftir að ljóst var …
María Ólafsdóttir kemur inn á sviðið eftir að ljóst var að lagið sem hún flutti, Lítil skref, komst áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjögur af sex lögum komust áfram í Söngvakeppni sjónvarpsins í gær og munu taka þátt í lokakeppninni næstkomandi laugardagskvöld þegar framlag Íslands til Eurovision verður valið.

Lögin sem komust áfram eftir símakosninguna voru Lítil skref, Fjaðrir og Fyrir alla. Fjórða lagið, sem leynileg dómnefnd valdi áfram, heitir Milljón augnablik. Á meðfylgjandi myndum má sjá hversu mögnuð stemningin var í Háskólabíói í gærkvöldi.

Hvítur og rauður voru áberandi litir í keppninni í gær. Þulirnir þrír klæddust eldrauðu og margir vildu meina að hvítt og rautt litaþema hefði verið gegnumgangandi í keppni kvöldsins.

Flytj­andi lags­ins Lít­il skref er María Ólafs­dótt­ir. Höf­und­ar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirs­son, Pálmi Ragn­ar Ásgeirs­son og Sæþór Kristjáns­son.

 Hljóm­sveit­in SUNDAY flutti lagið Fjaðrir, í hljóm­sveit­inni eru Hild­ur Krist­ín Stef­áns­dótt­ir, Guðfinn­ur Sveins­son, Vign­ir Rafn Hilm­ars­son og Helga Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir.

Hljóm­sveit­in CA­DEM flutti lagið Fyr­ir alla, í henni eru þau Daní­el Óli­ver, Emelie Sc­hytz og Carol­ine Waldemars­son.

Lagið Millj­ón augna­blik var flutt af Hauki Heiðari Hauks­syni. Höf­und­ur lags og texta er Karl Ol­geir Ol­geirs­son.

Karl Olgeir Olgeirsson, höfundur lagsins Milljón augnablik fagnar eftir að …
Karl Olgeir Olgeirsson, höfundur lagsins Milljón augnablik fagnar eftir að úrslitin voru kunngerð í gær. Haukur heiðar (t.h.) flutti lagið. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir