4 af 6 lögum áfram (MYNDIR)

María Ólafsdóttir kemur inn á sviðið eftir að ljóst var …
María Ólafsdóttir kemur inn á sviðið eftir að ljóst var að lagið sem hún flutti, Lítil skref, komst áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjög­ur af sex lög­um komust áfram í Söngv­akeppni sjón­varps­ins í gær og munu taka þátt í loka­keppn­inni næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld þegar fram­lag Íslands til Eurovisi­on verður valið.

Lög­in sem komust áfram eft­ir síma­kosn­ing­una voru Lít­il skref, Fjaðrir og Fyr­ir alla. Fjórða lagið, sem leyni­leg dóm­nefnd valdi áfram, heit­ir Millj­ón augna­blik. Á meðfylgj­andi mynd­um má sjá hversu mögnuð stemn­ing­in var í Há­skóla­bíói í gær­kvöldi.

Hvít­ur og rauður voru áber­andi lit­ir í keppn­inni í gær. Þul­irn­ir þrír klædd­ust eld­rauðu og marg­ir vildu meina að hvítt og rautt litaþema hefði verið gegn­um­gang­andi í keppni kvölds­ins.

Flytj­andi lags­ins Lít­il skref er María Ólafs­dótt­ir. Höf­und­ar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirs­son, Pálmi Ragn­ar Ásgeirs­son og Sæþór Kristjáns­son.

 Hljóm­sveit­in SUNDAY flutti lagið Fjaðrir, í hljóm­sveit­inni eru Hild­ur Krist­ín Stef­áns­dótt­ir, Guðfinn­ur Sveins­son, Vign­ir Rafn Hilm­ars­son og Helga Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir.

Hljóm­sveit­in CA­DEM flutti lagið Fyr­ir alla, í henni eru þau Daní­el Óli­ver, Emelie Sc­hytz og Carol­ine Waldemars­son.

Lagið Millj­ón augna­blik var flutt af Hauki Heiðari Hauks­syni. Höf­und­ur lags og texta er Karl Ol­geir Ol­geirs­son.

Karl Olgeir Olgeirsson, höfundur lagsins Milljón augnablik fagnar eftir að …
Karl Ol­geir Ol­geirs­son, höf­und­ur lags­ins Millj­ón augna­blik fagn­ar eft­ir að úr­slit­in voru kunn­gerð í gær. Hauk­ur heiðar (t.h.) flutti lagið. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir