Söngkonan Helga Möller ritað færslu á Facebook-síðu sína í dag þar sem hún segir að hún og vinir hennar hafi fengið fyrirspurnir, eftir flutning hennar í seinni undankeppni Söngvakeppninnar 2015 í gærkvöldi, sem snúa að því hvort hún sé með Parkinson eða sé alvarlega veik.
„Ég get glatt ykkur með því að svo er ekki en ég er vissulega með handskjálfta sem er því miður í fjölskyldunni og til gamans köllum við mamma það „skjálftavaktina“. Ég var ekkert stressuð í gær eins og kannski heyrðist á söngnum en vissulega spennt sem ýkir handskjálftann. Ég vildi bara koma þessu á framfæri svo ekki færu af stað sögusagnir af veikindum sem ekki eru til staðar,“ skrifar Helga Möller.
Þær Helga Möller, Birgitta Haukdal, Ingibjörg Stefánsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir fluttu dægurperlu Ellýjar Vilhjálmsdóttur, Heyr mína bæn, í gærkvöldi.
Birgitta, Helga og Ingibjörg sungu fyrst upprunalegan texta lagsins Non Ho L’étà sem er ítalskt Eurovision-lag frá árinu 1964 en síðan tók Sigga Beinteins við og söng íslenskan texta lagsins.