Stormasamt hjónaband Wills Smiths

Will Smith og Jada Pinkett-Smith giftu sig árið 1997.
Will Smith og Jada Pinkett-Smith giftu sig árið 1997. mbl.isl/COVER

Hjónin Will Smith og Jada Pinkett Smith eiga langlíft hjónaband að baki, allavega í heimi Hollywood, en þau gengu í það heilaga árið 1997. Smith viðurkennir þó að samband þeirra hafi verið stormasamt og segir það hafa „dáið“ nokkrum sinnum.

Smith greindi frá hjónabandsörðugleikum sínum í viðtali sem birtist í Sun. „Það munu koma leiðinlegir dagar og það munu koma stormasamir dagar, en það er bara allt í lagi. Þú verður að vera tilbúinn til að sigla öldurnar,“ sagði Smith sem kann að líta á björtu hliðarnar.

Smith-hjónin, sem eiga saman tvö börn, eru góðir vinir og segja það vera galdurinn að langlífu hjónabandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar